Hvað ætla stjórnmálaflokkarnir að gera?

28. október 2024

Evrópuhreyfingin sendi þrjár spurningar á alla stjórnmálaflokka sem bjóða fram í komandi alþingiskosningum:

1) Mun flokkurinn beita sér fyrir því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla, á næsta kjörtímabili, um framhald aðildarviðræðna Íslands og ESB?

2) Mun flokkurinn beita sér gegn því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á næsta kjörtímabili um framhald aðildarviðræðna Íslands og ESB?

3) Telur flokkurinn að aðild að ESB og upptaka evru yrði í stórum dráttum til hagsbóta fyrir Ísland?

Óskað var eftir því að svör bærust sem allra fyrst og að svörin yrðu stutt, skýr og hnitmiðuð, enda krefjast spurningarnar ekki flókinna svara.

Previous
Previous

Meirihluti fyrir þjóðaratkvæði um aðildarviðræður

Next
Next

Aldrei fleiri hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB