Greinasafn
Tölum um krónuna… í alvöru!
Íslenska hagkerfið er mjög lítið. Hagkerfi Gautaborgar er um tvisvar sinnum stærra en það íslenska. Lissabon hagkerfið er þrisvar sinnum stærra og hagkerfi Sikileyjar er um fjórum sinnum stærra en hagkerfi okkar. Newham hverfið í London er með sama íbúafjölda og Ísland. Engri þessara borga eða hverfa myndi detta það í hug að hafa eigin gjaldmiðil.
Erum við í ofbeldissambandi við ESB?
Í dag er vægi Íslands innan ESB nákvæmlega 0% – þrátt fyrir að allar þær reglur sem við tökum upp í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið séu mótaðar í Brussel. Við innleiðum reglurnar, en sitjum ekki við borðið þegar þær eru samdar.
Er Ísland enn fullvalda?
Hvernig tryggjum við raunverulegt fullveldi í heimi þar sem öryggisógnir, efnahagslíf og tækni þekkja engin landamæri?
Evran getur verið handan við hornið
Ferlið að upptöku evru er vel þekkt, margprófað og tiltölulega einfalt enda fjöldi ríkja búin að fara í gegnum það frá árinu 1999. Litið er á ferlið sem ákveðið próf fyrir ný aðildarríki í að reka skynsama hagstjórn.
Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Í hverri viku birtast greinar í Morgunblaðinu sem líkjast þáttaröð á streymisveitu sem gengur undir nafninu Evrópa brennur!.
Nokkrir fastir pistlahöfundar Moggans lýsa hræðilegu ástandi hjá nágrannalöndum okkar í Evrópu. Þeir segja frá hnignandi atvinnulífi, skelfilegu ástandi velferðarkerfisins, miklu atvinnuleysi og skelfilegum áhrifum evrunnar á lífskjör íbúanna.
Mælum rétt
Í næstum hundrað ár hafa aðallega tvær mælingar verið notaðar til að meta hversu vel land stendur sig efnahagslega. Ein þeirra er verg landsframleiðsla á mann og hin er hagvöxtur sem mælir aukningu á landsframleiðslu milli ára.
Ísland þarf engan sérdíl
Við eigum að treysta íslensku þjóðinni til að taka afstöðu til Evrópusambandsins út frá okkar eigin forsendum, með eflingu íslensks fullveldis að leiðarljósi. Ekki útfrá frumstæðum hugmyndum 20. aldar íhaldsmanns um glatað heimsveldi bresku krúnunnar.
Hvað ef ESB væri ekki til?
Ferðafrelsi, mannréttindi, umhverfisgæði, matvælaöryggi, heilsugæsla, menntunarmöguleikar og lífsgæði innan Evrópulanda eru með því besta sem gerist í heiminum í dag