Um hvað verður kosið?
-
Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins setti það í stjórnarsáttmála sinn að kjósa yrði um framhald aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu, eigi síðar en að hausti 2027.
Ísland hóf fyrst aðildarviðræður sumarið 2010 en við ríkisstjórnarskipti árið 2013 voru viðræðurnar settar á ís og að lokum endanlega stöðvaðar árið 2015.
Árið 2025 gaf talsmaður stækkunarstjóra Evrópusambandsins það út að hann liti svo á að umsókn Íslands að Evrópusambandinu væri enn virk því formleg slit hefðu aldrei farið fram. Kosning Íslendinga yrði því um hvort aðildarviðræðum yrði haldið áfram, eða ekki. -
Nei og það er ekki hægt. Til að Ísland geti orðið fullgildur meðlimur Evrópusambandsins þarf þjóðin í fyrsta lagi að samþykkja samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu, síðan þarf að breyta stjórnarskrá á Alþingi. Ef Alþingi samþykkir stjórnarskrárbreytingar, þarf að rjúfa þing, boða til annarra þingkosninga og nýtt þing þarf að samþykkja stjórnarskrárbreytingarnar.
Svo má ekki gleyma að öll aðildarríki Evrópusambandsins þurfa að samþykkja aðild Íslands, þegar samningurinn liggur fyrir. -
Já auðvitað getur þú það. Noregur hefur tvívegis klárað samning við Evrópusambandið en hafnað aðild að honum loknum. Fyrst árið 1972, þegar 53% norsku þjóðarinnar hafnaði samning, og aftur árið 1994 þegar 52% norsku þjóðarinnar hafnaði samning.
Það er ekkert að því að klára umsóknarferlið, sjá hvað aðild Íslands að ESB myndi þýða fyrir efnahag landsins og taka upplýsta ákvörðun í framhaldinu. Það er ekkert að óttast.
Ef þjóðin segir já og aðildarviðræður halda áfram,
hver verða stóru málin sem þarf að ræða?
-
1. Vextir eru nú meira en þrisvar sinnum lægri hjá ESB (2,15%) en á Íslandi (7,5%).
Vextir eru í raun ekkert annað en verð á peningum þannig að peningar á Íslandi eru með dýrustu peningum Evrópu.
Húsnæðiskostnaður er stærsti einstaki útgjaldaliður íslenskra heimila. Þá skipta vaxtakjör á lánum íslenskra fyrirtækja að sjálfsögðu miklu máli.
Sé litið til skulda heimilanna, skulda fyrirtækja ásamt skulda opinberra aðila í krónum, þá hleypur vaxtamunurinn á um 300 milljörðum króna.
2. Verðlag á Íslandi er það hæsta í Evrópu.Laun á Íslandi eru há í alþjóðasamanburði en samt eru að minnsta kosti 5 aðildarríki ESB sem hafa svipað há laun og Ísland en hafa þó ekki þetta háa verðlag.
3. Verðbólga er venjulega 2-3 sinnum hærri á Íslandi en í Evrópu og á íslenskan krónan stóran hlut í verðbólgunni.Í litlu útflutningsdrifnu hagkerfi eins og Íslandi hafa gengisfellingar meiri, hraðari og beinni áhrif á verðbólgu og vaxtahækkanir en launahækkanir.
4. Afleiðingin af krónunni er m.a. hin séríslenska verðtrygging sem er þungur klafi á nær öllum íslenskum heimilum. Það er engin verðtrygging á evru.
Upptaka evrunnar minnkar einnig gengisóstöðugleika og þar með verðbólgu. Evran býr við lægri vexti og lækkar viðskiptakostnað íslenskra fyrirtækja við ESB-lönd. Smáríki eins og Eistland, Lettland og Slóvenía hafa einmitt séð aukinn stöðugleika og meiri fjárfestingar eftir upptöku evrunnar.
-
Kannski. En það tók Slóveníu einungis 2 ár að taka upp evru eftir aðild sína að ESB árið 2004 og Slóvenía er frekar lítið land í samanburði við önnur ríki Evrópusambandsins.
-
Með aðild yrðu öll viðskipti og netinnkaup Íslendinga án tolla og annarra gjalda milli Evrópuríkja. Vörusendingar færu óhindraðar yfir landamæri eins og um innanlandsviðskipti væri að ræða.
-
Nei, Ísland myndi deila fullveldi í sameiginlegum ákvörðunum, en ekki missa það. Með ESB-aðild hefði Ísland atkvæðisrétt og áhrif á þær reglur sem það þegar tekur upp í gegnum EES-samninginn. Ísland hefði í raun meiri áhrif innan ESB en utan þess, þar sem við tökum nú þegar upp megnið af regluverkinu án þess að hafa formleg áhrif. Aðild myndi veita Íslandi sæti við borðið og möguleika á að móta reglurnar sem hafa bein áhrif á íslenskt efnahagslíf.
ESB er ríkjasamband 27 fullvalda ríkja. Danmörk, Írland, Frakkland, Svíþjóð, Holland, Belgía, Spánn, Lúxemborg o.s.frv. eru allt fullvalda ríki með eigin fjárlög, eigin skattastefnu og sín eigin innlendu deilumál þrátt fyrir að vera aðilar að ESB.
-
Evrópuþingmenn raða sér í þingflokka eftir stjórnmálaskoðunum en ekki eftir þjóðernum. Íslenskir Evrópuþingmenn yrðu því í hópi stærri þingflokka sinna skoðanasystkina. Flestar ákvarðanir sem snerta Ísland verða eftir sem áður teknar á Alþingi Íslendinga.
Í þessu sambandi má enn og aftur benda á að áhrif smáríkja í ESB eru mikil og langt umfram stærð þeirra. Forseti Evrópuþingsins er til dæmis nú frá Möltu sem er svipað fjölmennt ríki og Ísland. Lúxemborg er annað svipað fjölmennt land og Ísland, sem hefur margsannað áhrif sín innan sambandsins, og hefur þar með talið átt forseta framkvæmdastjórnar ESB, sem er einmitt staðan sem hin þýska Ursula von der Leyen gegnir núna.
-
Það getur verið varhugavert að bera saman 400.000 manna samfélag Íslands við 450 milljón manna samfélag Evrópusambandsins. Auðvitað eru til dæmi um svæði sem standa sig verr en Ísland en einnig eru fjölmörg dæmi um hið gagnstæða.
Tökum nokkur dæmi um slíkt.
Aðildarríki ESB sem eru „ríkari“ en Ísland eru t.d. Lúxemborg, Írland, Holland og stundum Danmörk.
Um helmingur evruríkja hefur svipað lágt atvinnuleysi og Ísland.
Þó nokkur aðildarríki ESB hafa upplifað meiri hagvöxt en Ísland undanfarin ár.
Vaxtastigið er þrisvar sinnum lægra hjá evruríkjum en hjá Íslandi.
Verðbólgan er iðulega talsvert lægri hjá aðildarríkjum ESB en hjá Íslandi.
-
Framkvæmdastjórar ESB hafa staðfest að vegna EES-samningsins hafa Íslendingar nú þegar tekið um 75% af meginlöggjöf ESB, án þess að hafa nokkur áhrif á hana. Með aðild sæti Ísland við borðið og það skiptir máli. Reynsla smáríkja í ESB er góð.
-
Þegar talið berst að stærð og meintu bákni Evrópusambandsins er mikilvægt að hafa í huga að ef ESB væri stofnun á Íslandi væri hún með svipaðan starfsmannafjölda og Skógræktin var með eða Póst og fjarskiptastofnun er með.
-
Aðild að ESB eykur öryggi Íslands bæði pólitískt og efnahagslega. ESB hefur þróað sameiginlega öryggis- og varnarmálastefnu, og Ísland gæti þar nýtt sér samstarf án þess að hafa eigin her.
Aðild tryggir þannig betur öryggishagsmuni Íslendinga, þrátt fyrir NATO-aðild okkar. Alþjóðastjórnmál eru nú í mikilli óvissu og við, sem fámenn þjóð, eigum að þjappa okkur betur saman með nágranna- og vinaþjóðum okkar.
-
Sjávarútvegsstefna ESB var fyrst og fremst mótuð vegna fiskistofna sem eru sameiginlegir milli þjóða. Íslenskir fiskistofnar eru að langstærstum hluta ekki slíkir fiskistofnar.
Samkvæmt reglum ESB fá eingöngu þjóðir með veiðireynslu að veiða fisk í lögsögu aðildarríkja. Sú regla kallast hlutfallslegur stöðugleiki og er einn af hornsteinum sjávarútvegsstefnu ESB.
Þessu til stuðnings má m.a. benda á skýrslu þverpólitískrar Evrópunefndar undir forsæti Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, þar sem eftirfarandi kemur fram:
„Meginreglan um hlutfallslegan stöðugleika er einn af hornsteinum sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar.
Í reglunni felst að veiðiheimildum er úthlutað til aðildarríkjanna með þeim hætti að hverju aðildarríki séu tryggðar hlutfallslega stöðugar veiðar úr hverjum stofni eða fyrir hverjar veiðar miðað við sögulega veiðireynslu þeirra og þarfir svæða sem sérstaklega eru háð fiskveiðum”.
Í aðildarsamningi Noregs var samþykkt sérstök yfirlýsing um mikilvægi reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika
Í skýrslu fyrrnefndar Evrópunefndar kom einnig eftirfarandi fram:
“að gengi Ísland í ESB myndi söguleg veiðireynsla verða miðuð við nýlegt tímabil sem gæfi eðlilega mynd af veiðum á viðkomandi stofnum undanfarin ár (recent and representative period).”
Einnig stendur þar: “Það kom fram á fundinum að ekki væri lengur tekið tillit til kröfu aðildarríkja um bætur vegna tapaðra aflaheimilda við útfærslu efnahagslögsögunnar í 200 mílur, eins og gert var upphaflega.”
Í ljósi þess að ekkert aðildarríki ESB hefur nýlega veiðireynslu í íslenskri lögsögu, myndu íslensk skip sitja áfram ein að íslenskum miðum eftir aðild.
Það er hins vegar rétt að ráðherraráð ESB, þar sem íslenski sjávarútvegsráðherrann sæti m.a. í, myndi ákveða magn heildarkvótans. Það er hins vegar mikilvægt að hafa tvennt í huga í því sambandi. Í fyrsta lagi er sú ákvörðun byggð á ráðgjöf vísindamanna, rétt eins og nú er gert á Íslandi. Í skýrslu Evrópunefndar stendur: “Væri Ísland í ESB mætti gera má ráð fyrir að tillögur að hámarksafla í íslensku lögsögunni myndu fyrst og fremst byggjast á ráðleggingum íslenskra vísindamanna.”.
Í annan stað þá byggist síðan endanleg úthlutun á aflaheimildum á fyrrnefndri reglu um veiðireynslu sem er Íslandi hagstæð.
Í ofanálag er aðildarríkjunum í sjálfsvald sett hvernig þau ráðstafa sínum aflaheimildum. Þótt aðildarríki veiði ekki allan þann kvóta sem það hefur fengið úthlutaðan frá ráðherraráðinu hafa önnur ríki ekki rétt á því að veiða það sem upp á vantar.
Ef haldið er áfram að vísa í skýrslu Evrópunefndar þá stendur þar:
“Hægt væri að gera kröfu um að skip sem væri rekið frá tilteknum útgerðarstað í aðildaríki ætti almennt séð að starfa frá þeim stað og að sýnt væri fram á að skip væri rekið frá tilteknum stað í ákveðnu aðildarríki. Einnig væri hægt að gera kröfu um að daglegur rekstur og starfsemi skips ætti sér stað í ákveðnu aðildarríki, sem og að hluta af afla væri landað í þeim byggðum sem háð væru fiskveiðum”
Með aðild Íslands myndi hugsanlega vera opnað fyrir frekari möguleika erlendra aðila til að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi en nú geta eignarhlutir erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi verið allt að 33% og jafnvel upp að 49% í gegnum eignarhaldsfélög. Þessi núverandi heimild hefur hins vegar ekki verið mikið nýtt en samkvæmt svari á Alþingi árið 2020 var enginn erlendur aðili skráður eigandi yfir 1% hlut í íslensku sjávarútvegsfyrirtæki.
ESB aðild er því engin ógn við íslenskan sjávarútveg.
-
Aðild Íslands að ESB hefur engin áhrif á eignarhald og nýtingu orkuauðlinda. Þar sem Ísland hefur engan sæstreng til orkuflutnings, mun nýting á orkuauðlindum okkar ekki breytast við aðild. Það er okkur í sjálfsvald sett, hvort við viljum breyta því með lagningu sæstrengs. Það er alveg skýrt að það er engin skylda að leggja sæstreng við aðild.
-
Nei, líklegra er að aðild myndi veita íslenskum bændum aðgang að beinum styrkjum úr sameiginlegum landbúnaðarsjóði ESB, sem gæti aukið fjárhagslegt öryggi greinarinnar. Landbúnaðarstefna ESB byggir á umfangsmiklu stuðningskerfi sem tekur sérstaklega til harðbýlla svæða eins og Ísland er. Löggjöf Evrópusambandsins um landbúnað og dreifbýlisþróun er því umfangsmikil.
Í skýrslu Evrópunefndar segir jafnframt:
“Stuðningur við harðbýl svæði (Less Favoured Area, LFA) varð til við inngöngu Bretlands og Írlands í ESB, en þessi ríki höfðu áhyggjur af hálandalandbúnaði sínum og því var samið um sérstakan harðbýlisstuðning til að tryggja að landbúnaðurinn gæti staðið af sér samkeppni við frjósamari svæði Evrópu.
“Í aðildarsamningi Finnlands og Svíþjóðar 1994 var fundin sérlausn sem felst í því að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu”.
„Finnland, Svíþjóð og Austurríki sömdu einnig sérstaklega um þannig stuðning í aðildarsamningi sínum og sem dæmi má nefna að 85% Finnlands var skilgreint sem harðbýlt svæði.“
“Í aðildarsamningi Finnlands, Svíþjóðar og Austurríkis er viðurkennt að svæði sem hafa átta eða færri íbúa á hvern ferkílómetra skuli njóta hæstu styrkja uppbyggingarsjóða ESB”
Það er alveg ljóst að allt Ísland uppfyllir skilgreininguna að vera harðbýlt land sem býr við norðlægan landbúnað.
Þessu tengt er ljóst að margvíslegir þróunarsjóðir ESB myndu gagnast dreifðari byggðum Íslands.