Viðskiptaskilmálar Evrópuhreyfingarinnar

1. Almennt

Evrópuhreyfingin (630522-0800) rekur styrktarkerfi þar sem einstaklingar geta skráð sig sem styrktaraðilar með mánaðarlegri áskrift. Þessir skilmálar gilda um öll viðskipti milli Evrópuhreyfingarinnar og notenda vefsíðunnar evropa.is.

Áskriftarkerfið Áskell heldur utan um áskriftir Evrópuhreyfingarinnar og færsluhirðir hennar er Verifone.

Viðskiptaskilmálarnir byggja á íslenskum lögum og neytendareglum, m.a. lögum um neytendasamninga nr. 16/2016 og lögum um neytendakaup nr. 48/2003, eftir því sem við á.

2. Styrktarkerfi og áskriftarskilmálar

Styrktaraðilar Evrópuhreyfingarinnar skrá sig fyrir mánaðarlegri áskrift með greiðslu með greiðslukorti eða greiðsluseðli. Upphæð styrktar er valin af styrktaraðila við skráningu og skuldfærist sjálfkrafa mánaðarlega þar til áskrift er felld niður.

Styrktaraðila er heimilt að segja áskrift upp hvenær sem er, og tekur uppsögn gildi frá næstu mánaðamótum eða samkvæmt þeim skilmálum sem fram koma við skráningu.

Evrópuhreyfingin áskilur sér rétt til að breyta áskriftarfyrirkomulagi eða hætta við áskriftarkerfi með fyrirvara og tilkynningu til styrktaraðila með hæfilegum fyrirvara.

3. Endurgreiðsla

Ekki er gert ráð fyrir endurgreiðslukröfu styrktaraðila Evrópuhreyfingarinnar. Áskrift er þó alltaf uppsegjanleg og hreyfingin skuldbindur sig til að bregðast fljótt við þegar beiðni um uppsögn berst.

4. Trúnaður og persónuvernd

Evrópuhreyfingin heitir viðskiptavinum sínum fullum trúnaði. Öllum persónuupplýsingum sem gefnar eru upp við skráningu eða viðskipti er komið fram við í samræmi við persónuverndarlög nr. 90/2018 og reglugerð (ESB) 2016/679 (GDPR).

Upplýsingar verða aldrei afhentar þriðja aðila án skýrs samþykkis, nema lög krefjist þess.

5. Póstlistar og markaðssamskipti

Við skráningu sem styrktaraðili eða kaup í vefverslun getur viðskiptavinur veitt samþykki fyrir því að fá tilkynningar, fréttabréf eða aðrar upplýsingar um starfsemi Evrópuhreyfingarinnar. Hægt er að afskrá sig hvenær sem er með því að smella á tengil neðst í tölvupósti eða hafa samband við.

6. Breytingar á skilmálum

Evrópuhreyfingin áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum hvenær sem er. Breytingar taka gildi við birtingu þeirra á vefnum. Meiriháttar breytingar á skilmálum verða kynntar styrkveitendum í tölvupósti.

7. Varnarþing og lögsaga

Um þessi skilmála gilda íslensk lög. Rísi upp ágreiningur milli Evrópuhreyfingarinnar og styrkjanda skal hann rekinn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Hafa samband:
evropuhreyfingin@evropa.is / snaeros@evropa.is
+354 661-4411
Borgartún 25, 105 Reykjavík