Evran og vextir til tals í Reykjavík síðdegis
3. september 2025
Formanni Evrópuhreyfingarinnar, Magnúsi Árna Skjöld Magnússyni, var boðið í Reykjavík á Síðdegis á Bylgjunni þriðjudaginn 2. september, til að ræða ótvíræða kosti þess að Ísland gangi inn í Evrópusambandið. Á meðal þess sem komið var að í viðtalinu er hátt vaxtastig á Íslandi, sem sligar heimili landsins, og hvort aðild Íslands að ESB myndi tryggja lægra vöruverð í landinu.
„Það er enginn húsnæðislán sem ég þekki til í Evrópusambandinu sem eru með ámóta vexti og við erum með hér á Íslandi. Það eru engir borgarar Evrópusambandsins sem taka lán í evrum sem eru að borga húsnæðið sitt upp fjórum sinnum yfir líftíma lánsins eins og við erum að gera hér,“ benti Magnús réttilega á.
Við mælum eindregið með hlustun á viðtalið í heild. Þar kennir ýmissa grasa fyrir þá sem eru áhugasamir um að heimilisbókhaldið sé varið frá svimandi vöxtum og óþarfa tollum.