Evran og vextir til tals í Reykjavík síðdegis

3. september 2025

Formanni Evrópuhreyfingarinnar, Magnúsi Árna Skjöld Magnússyni, var boðið í Reykjavík á Síðdegis á Bylgjunni þriðjudaginn 2. september, til að ræða ótvíræða kosti þess að Ísland gangi inn í Evrópusambandið. Á meðal þess sem komið var að í viðtalinu er hátt vaxtastig á Íslandi, sem sligar heimili landsins, og hvort aðild Íslands að ESB myndi tryggja lægra vöruverð í landinu.

„Það er enginn húsnæðislán sem ég þekki til í Evrópusambandinu sem eru með ámóta vexti og við erum með hér á Íslandi. Það eru engir borgarar Evrópusambandsins sem taka lán í evrum sem eru að borga húsnæðið sitt upp fjórum sinnum yfir líftíma lánsins eins og við erum að gera hér,“ benti Magnús réttilega á.

Við mælum eindregið með hlustun á viðtalið í heild. Þar kennir ýmissa grasa fyrir þá sem eru áhugasamir um að heimilisbókhaldið sé varið frá svimandi vöxtum og óþarfa tollum.

Previous
Previous

Nýtt fréttabréf lítur dagsins ljós

Next
Next

Nýr framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar