Hvað ætla stjórnmálaflokkarnir að gera?
Evrópuhreyfingin sendi þrjár spurningar á alla stjórnmálaflokka sem bjóða fram í komandi alþingiskosningum
Aldrei fleiri hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB
Miklu fleiri eru hlynnt því en andvíg að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um að Ísland taki aftur upp aðildarviðræður við ESB. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu fyrir Evrópuhreyfinguna.
Þessar niðurstöður eru enn ein staðfesting þess að almenningur vill beina aðkomu að því að taka ákvörðun um framhald aðildarviðræðna við ESB.
Það er sama hvert er litið
Niðurstöður eru býsna afgerandi og mun fleiri landsmenn eru hlynntir þjóðaratkvæði en þeir sem eru andvígir. Það er gleðilegt vegna þess að aðild Íslands er stórmál og skoðanir eru skiptar um hvort stefna eigi á aðild eða ekki. Fólk er greinilega á því að þetta sé rétt leið að fara hvort sem það er hlynnt aðild, henni andsnúið eða hefur ekki gert upp sinn hug.
Leggið við hlustir – það er kallað
Evrópuhreyfingin hefur fengið Maskínu til þess að gera kannanir um viðhorf Íslendinga til aðildar Íslands að Evrópusambandinu og fleiri atriða sem henni tengjast. Fleiri kannanir verða gerðar í framtíðinni til þess að fylgjast með framvindu mála.