Greinasafn
Meiri fræðsla, minni hræðsla
Fram undan er þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Þessum kosningum ber að fagna enda kemur þá fram upplýst afstaða þjóðarinnar til þessa mikilvæga máls.
Ákall til íslenskra stjórnmálamanna
Nú liggur fyrir að umsókn Íslands að Evrópusambandinu frá árinu 2009 er að öllum líkindum ennþá í gildi. A.m.k. ef marka má orð stækkunarstjóra Evrópusambandsins, forseta framkvæmdastjórnar þess, íslenskra ráðamanna og nú síðast liggur fyrir að þetta var skoðun utanríkisráðuneytis Guðlaugs Þórs Þórðarsonar frá árinu 2018, eins og fréttir hafa greint frá að undanförnu.
Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Heimsókn Ursulu von der Leyen í vikunni virðist hafa vakið úr dvala helstu andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu, sem hafa farið af því tilefni mikinn á samfélagsmiðlum og jafnvel í fjölmiðlum.
Ferðaþjónustan á betra skilið
Sem hlutfall ferðaþjónustutekna af þjóðarframleiðslu er Ísland í öðru sæti í meðal vestrænna ríkja með um 9% meðan Spánn vermir efsta sætið með um 12%.
Krónan undir smásjánni….aftur!
Sjálfstæðisflokkurinn lét gera skýrslu um gjaldmiðlamálin árið 2009 en þar er talað um „óhagkvæmni þess að reka sjálfstæða peningamálastefnu í svo litlu og fámennu hagkerfi.
Þjóð sem lætur kyrrt liggja?
Í meira en þrjátíu ár höfum við átt í afar nánu samstarfi við Evrópusambandið. Með EES-samningnum höfum við aðgang að innri markaði ESB, og tökum upp meirihluta þess regluverks sem þar gildir. Við erum einnig hluti af Schengen-svæðinu, og tökum þátt í fjölmörgum evrópskum samstarfsverkefnum á sviði vísinda, menntunar og öryggismála.
Hvers konar Evrópuríki viljum við vera?
Ísland hefur hingað til ekki tekið þátt sem aðildarríki Evrópusambandsins, en hefur þó notið ávinnings af samstarfinu í gegnum EES-samninginn. Samningurinn tryggir Íslandi aðgang að sameiginlegum markaði ESB — en á sama tíma felur hann í sér að við tökum við reglugerðum og tilskipunum án þess að eiga aðkomu að mótun þeirra.