Meginlandið I: Fullveldi Íslands

Í dag hefur göngu sína Meginlandið – nýtt Hlaðvarp Evrópuhreyfingarinnar.

Hlaðvarpið er leitt af Páli Rafnar Þorsteinssyni og Helgu Völu Helgadóttur en ætlun þeirra er að halda uppi umræðu um Evrópumál – Evrópusambandið og alla anga þess hvað felst í því að halda mögulega áfram aðildarviðræðum við þetta ríkjasamband.

Þau munu leitast við að takast á við Evrópumálin bæði á dýptina og breiddina - allt frá álitaefnum sem varða þessi grundvallargildi - til hversdagslegri spurninga um áhrif aðildar á okkar daglega líf. 

Í hverjum þætti fyrir sig munu þau taka fyrir ákveðin viðfangsefni – hvaða málum sem þau tengjast. Þau munu bjóða til sín fólki víðsvegar úr þjóðfélaginu til þess að ræða þessi mál; fólk með þekkingu, reynslu eða hugmyndir sem vonandi geta hjálpað hlusteum að skilja betur hvaða áskoranir og tækifæri felast í Evrópusamstarfinu.

Af því að fyrsta þátt ber upp á sjálfan fullveldisdaginn, 1. desember, er tilvalið að fara beint í kjarnann, í stóru spurninguna sem oft kemur upp þegar umræða um Evrópusambandið er annars vegar - sjálft fullveldið – hvort aðild að Evrópusambandinu kunni að skerða fullveldi Íslands eða jafnvel styrkja það.

Gestur þáttarins er Davíð Þór Björgvinsson, deildarstjóri lagadeildar Háskólans á Akureyri, fyrrum dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og Landsrétt.