Meginlandið II: EES-samningurinn
Annar þáttur Meginlandsins er nú kominn í loftið.
Í þessum þætti ætla Páll Rafnar Þorsteinsson og Helga Vala Helgadóttir að beina sjónum sínum að EES samningnum, sem Ísland hefur verið aðili að frá stofnun hans árið 1994.
Samningurinn varð þrjátíu ára í fyrra og hefur að stórum hluta skilgreint samband Íslands við Evrópusambandið. Gestur Meginlandsins er Dóra Sif Tynes lögmaður og sérfræðingur í Evrópurétti. Dóra hefur starfað hvort tveggja hjá Eftirlitsstofnun EFTA og starfsstöð EFTA í Brussel, auk þess sem hún hefur rekið fjölda mála fyrir EFTA dómstólnum og Evrópudómstólnum.