Meginlandið III: Ísland á alþjóðasviðinu
Þriðji þáttur Meginlandsins er nú lentur. Gestir hlaðvarpsins að þessu sinni eru þær Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem báðar hafa gegnt embætti utanríkisráðherra Íslands en á afar ólíkum tímum í alþjóðastjórnmálunum.
Í þessum sérstaka hátíðarþætti ætlum við að horfa til alþjóðlegs samstarfs í víðri merkingu og rödd Íslands í alþjóðakerfinu. Gestir þáttarins eru reynsluboltar í pólitík en koma einnig úr ólíkum áttum og hafa því líklega ólíka sýn á stöðu Íslands á alþjóðasviðinu.