Framtíðin: Staða Íslands á alþjóðavettvangi

28. desember 2025

Fjórða fréttabréf Evrópuhreyfingarinnar

Gleðilega hátíð! (Nýtum jólaboðin)

Kæru félagar
Stjórn Evrópuhreyfingarinnar óskar ykkur gleðilegra jóla. Það er gaman að tilheyra stórri hreyfingu fólks sem er sannfært um að framtíð Íslands sé betur borgið innan Evrópusambandsins.

Við viljum hvetja ykkur til að ræða Evrópumálin opinskátt í jólaboðunum því umræða og fræðsla er það sem skilar okkur bestum árangri. Sérstaklega er mikilvægt að ræða kosti Evrópusambandsins við ungu kynslóðina sem kemur til með að kjósa um málið á næstu misserum, en var ekki komin með aldur til að velta ESB fyrir sér í fyrri aðildarviðræðum.

Evrópuhreyfingin leggur upp með að baráttan sé með jákvæðum formerkjum og hvert sem við komum reynum við því að eiga bjartsýn og uppbyggileg samtöl um kosti aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Jólin og áramótin, þegar við hittum ástvini okkar í meiri mæli, eru kjörinn tímapunktur til að ræða aðild á ánægjulegan máta.


Við minnum einnig á að áskriftarstyrkir til Evrópuhreyfingarinnar skipta okkur sköpum í baráttunni:  

Styrkja baráttuna

 

Tveir fyrrum utanríkisráðherrar
gestir Meginlandsins

Viðbrögðin við hlaðvarpi okkar, Meginlandið, hafa verið afar góð. Í sérstökum hátíðarþætti fengum við til okkar þær Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til að ræða hvort Ísland skipti máli á alþjóðasviðinu. Stjórnendur hlaðvarpsins, Páll Rafnar og Helga Vala, fóru yfir víðan völl með þessum tveimur fyrrverandi ráðherrum og ræddu Evrópusambandið, NATO, Sameinuðu þjóðirnar og auðvitað hvernig kaupin gerast á eyrinni innan þessara sambanda.

Meginlandið á Spotify
Meginlandið á Apple


Tvö debött um ESB

Í aðdraganda jóla fóru fram tvær líflegar umræður um kosti ESB þar sem fulltrúum Evrópuhreyfingarinnar var boðið að ræða við andstæðinga aðildar. Þetta er ágætis hlustun á jólameltunni.

Hjörtur og Thomas í Bítinu á Bylgjunni

Haraldur og Magnús við Rauða Borðið á Samstöðinni


Tveir konfektmolar

Jú og að vanda voru félagar okkar duglegir í greinarskrifum. Að þessu sinni geistust þeir Kristján og Thomas fram á ritvöllinn og voru báðir að velta fyrir sér stöðu Bandaríkjanna gagnvart ESB.

Banda­ríkin léku lykil­hlut­verk í sam­runa Evrópu sem leiddi til friðar og efna­hags­legrar vel­sældar

Af hverju hatar Trump Evrópu?

Þangað til næst, jólakveðjur!

Next
Next

Framtíðin: Sjokkerandi pælingar í pontu Alþingis